Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 630 svör fundust
Vísindaveisla Háskólalestarinnar í Sandgerði
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Sandgerði laugardaginn 13. maí 2017. Þar reyndu Sandgerðingar og aðrir viðstaddir að leysa þrautir af ýmsu tagi sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Enginn náði að leysa allar þrautirnar, enda voru þær óvenjumargar í þetta skiptið. Jafnvægisþrautin þótti erfið og ...
Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?
Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...
Hvernig á að losna við staravarp?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara? Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær myndast staralúsin?Eru starar friðaðir?Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt? Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl....
Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...
Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...
Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?
Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...
Hvað þýðir lýsingarorðið 'ágætt' og hvernig er það notað?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágæt...
Hvað eru vísindagarðar?
Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' ...
Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?
Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár? Fornleifafræði Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), e...
Hvað heita hringir Satúrnusar?
Eitt helsta einkenni plánetunnar Satúrnusar er hinn stóri baugur sem umlykur hana. Þessi baugur er ekki einn stór samfelldur hringur heldur er hann samsettur úr fjölmörgum smærri hringjum. Nánar má lesa um hringi Satúrnusar hér. Í eftirfarandi töflu eru taldir upp þeir hringir sem þekktir eru í dag ásamt stærð...
Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?
Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...
Er Reykjanes það sama og Suðurnes?
Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...
Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?
Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...
Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?
Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...
Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?
Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...