Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 506 svör fundust
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?
Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?
Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljas...
Hvernig myndast jöklar?
Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...
Hvers vegna dó risahákarlinn megalodon út?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon, Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon. Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslar...
Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?
Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...
Finnst kóngafólk í íslenskum örnefnum?
Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá ...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?
Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...
Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...
Hvaðan fást fósturstofnfrumur og eru lög um notkun þeirra hér á landi?
Hér er tveimur spurningum svarað. Þær eru í sinni upphaflegu mynd svona: Hvaðan fá vísindamenn/líffræðingar fósturstofnfrumur? Banna íslensk lög notkun stofnfruma úr fósturvísum manna við rannsóknir? Stofnfrumur úr fósturvísum manna eru frumur sem við rétt skilyrði næringarefna og vaxtarþátta má rækta í tilrau...
Hvaða maurategundir hafa fundist hér á landi en ekki náð fótfestu?
Tæplega 20 tegundir maura hafa fundist hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu; húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Um þessar tegundir er fjallað í svari við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi? Í þessu svari er sagt frá nokkrum tegundum sem hafa fundist...
Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...