Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2415 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar er hægt að fá upplýsingar um kynskiptaaðgerðir?

Kynskipti eru að sjálfsögðu meiri háttar mál sem engum er ráðlagt að leggja út í nema fyllsta alvara búi að baki. Best er að fá upplýsingar hjá landlækni í upphafi áður en ákvörðun er tekin um framhald. Síðan má reikna með að ferlið taki mörg ár áður en endanlegu markmiði er náð. Þetta ferli felst í rannsóknum og ...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær fæddist Jesús Kristur?

Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...

category-iconEfnafræði

Er maltöl áfengt og ef svo er, hver er styrkur alkóhóls í því?

Malt er áfengt. Alkóhólstyrkurinn er um 1% af rúmmáli, eða tæpur helmingur þess magns sem er í Pilsner (2,25% af rúmmáli). Drykkjarvörur sem selja má í almennum verslunum mega að hámarki hafa 2,25% áfengis af rúmmáli. Ástæða þess að alkóhólmagnið er ekki tekið fram á umbúðunum er tvíþætt. Annars vegar er það ek...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...

category-iconHugvísindi

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

category-iconVerkfræði og tækni

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?

Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...

category-iconHeimspeki

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

category-iconHagfræði

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann?

Urriði (Salmo trutta) er af laxaætt (Salmonidae) líkt og lax (Salmo salar) og silungur (Salvelinus alpinus). Á Norðaustur-Atlantshafi og á nágrannasvæðum finnast tíu tegundir af ætt laxfiska og hafa fjórar þeirra fundist hér við land, þar af ein sem er flækingur. Urriði lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða í fe...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?

Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?

Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kj...

category-iconLæknisfræði

Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir haförninn á Íslandi?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...

Fleiri niðurstöður