Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann?

Jón Már Halldórsson

Urriði (Salmo trutta) er af laxaætt (Salmonidae) líkt og lax (Salmo salar) og silungur (Salvelinus alpinus). Á Norðaustur-Atlantshafi og á nágrannasvæðum finnast tíu tegundir af ætt laxfiska og hafa fjórar þeirra fundist hér við land, þar af ein sem er flækingur.

Urriði lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða í ferskvatni og sjó og kallast þá sjóbirtingur. Sjóbirtingur dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út en leita svo aftur á uppeldisstöðvarnar þegar kemur að hrygningu. Fæða sjóbirtinga er til dæmis smásíld, sandsíli, krabbadýr og ótal aðrar sjávarlífverur.

Urriði (Salmo trutta) lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða í ferskvatni og sjó og kallast þá sjóbirtingur.

Vatnaurriði dvelur fyrstu ár ævi sinnar í á en þegar hann stækkar gengur hann í stöðuvatn. Þar dvelur hann fram að kynþroska en fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Þessir urriðar lifa á ýmis konar vatnadýrum eins og sniglum, vorflugum, mýi, smáfiskum til dæmis hornsílum og seiðum af ýmsum tegundum. Einnig gleypa þeir vatnafugla, aðallega unga andfugla.

Dæmi eru um að allt að 16 ára gamlir urriðar hafa veiðst hér á landi en slíkir öldungar eru afar sjaldgæfir í íslenskum vötnum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.11.2018

Spyrjandi

Kristjana Mist Logadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76564.

Jón Már Halldórsson. (2018, 22. nóvember). Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76564

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76564>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann?
Urriði (Salmo trutta) er af laxaætt (Salmonidae) líkt og lax (Salmo salar) og silungur (Salvelinus alpinus). Á Norðaustur-Atlantshafi og á nágrannasvæðum finnast tíu tegundir af ætt laxfiska og hafa fjórar þeirra fundist hér við land, þar af ein sem er flækingur.

Urriði lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða í ferskvatni og sjó og kallast þá sjóbirtingur. Sjóbirtingur dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út en leita svo aftur á uppeldisstöðvarnar þegar kemur að hrygningu. Fæða sjóbirtinga er til dæmis smásíld, sandsíli, krabbadýr og ótal aðrar sjávarlífverur.

Urriði (Salmo trutta) lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða í ferskvatni og sjó og kallast þá sjóbirtingur.

Vatnaurriði dvelur fyrstu ár ævi sinnar í á en þegar hann stækkar gengur hann í stöðuvatn. Þar dvelur hann fram að kynþroska en fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Þessir urriðar lifa á ýmis konar vatnadýrum eins og sniglum, vorflugum, mýi, smáfiskum til dæmis hornsílum og seiðum af ýmsum tegundum. Einnig gleypa þeir vatnafugla, aðallega unga andfugla.

Dæmi eru um að allt að 16 ára gamlir urriðar hafa veiðst hér á landi en slíkir öldungar eru afar sjaldgæfir í íslenskum vötnum.

Mynd:

...