Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1176 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsta þekkta frumtalan?

Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?

Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...

category-iconEfnafræði

Hvernig get ég fundið út fjölda nifteinda í kjarna frumeindar ef ég þekki fjölda róteinda?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á frumefni og frumeind? kemur þetta fram:Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er rottukóngur?

Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg eru öll dýr heimsins?

Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir. Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði li...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?

Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára. Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er me...

Fleiri niðurstöður