Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 500 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconLífvísindi: almennt

Í hvaða landi eru flest tré?

Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir. Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa samsætur frumefna sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika?

Upprunalega spurningin var: Eru til samsætur sem eru þannig að efnið verður allt öðruvísi þegar það bætast við nokkrar nifteindir eða ef efnið missir nokkrar nifteindir? Hvert frumefni (e. element) samanstendur af einni gerð frumeinda (e. atoms), það er frumeindum með sama fjölda róteinda (e. protons) í kja...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er diffrun og hvernig get ég notað hana í rekstri?

Diffrun er hugtak úr stærðfræði. Orðið diffrun er nýyrði eða tökuorð, náskylt difference í ensku sem þýðir mismunur. Diffrun er hluti af því sem stundum er kallað örsmæðareikningur (calculus á ensku). Henni er til dæmis beitt ef við höfum ákveðna stærð sem verður fyrir áhrifum af annarri og viljum sjá hvernig sú f...

category-iconFélagsvísindi

Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?

Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?

Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...

category-iconHeimspeki

Eru hvítt og svart litir?

Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?

Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?

Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...

Fleiri niðurstöður