Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3168 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve þungt er hjarta steypireyðar?

Samkvæmt japönskum rannsóknum er hlutfall hjartavöðvans um 0,5% af heildarlíkamsþyngd steypireyðarinnar (Balaenoptera musculus). Hjarta í 120 tonna steypireyði ætti þess vegna að vera 600 kg. Þyngsta hjarta sem vegið hefur verið reyndist vera 908 kg. Það var hjarta úr tarfi sem veiddist undan ströndum Suður...

category-iconNæringarfræði

Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?

Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?

Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og...

category-iconStærðfræði

Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?

Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconFöstudagssvar

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?

Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir sleggjuháfur?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju getur fólk ekki flogið?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er engin ástæða til þess fyrir tegundina Homo sapiens að geta flogið. Þróunarsaga okkar hefði þá orðið allt önnur og við hefðum sjálfsagt týnt eða misst af ýmsum öðrum gagnlegum eiginleikum í staðinn. Þessari spurningu má svara á marga vegu. Þegar við lítum yfir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru amerískar risahveljur?

Amerískar risahveljur (Mnemiopsis leidyi) eru svokallaðar kambhveljur sem lifa við austurströnd Bandaríkjanna og nær útbreiðsla þeirra allt til Vestur-Indía. Það er kannski rangnefni að kalla þær risahveljur, en þær verða ekki nema um 100 mm að stærð. Líkt og aðrar hveljur er ameríska kambhveljan rándýr og lif...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?

Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?

Heimiliskötturinn (Felis silvestris catus) verður kynþroska við 7 til 12 mánaða aldur og undir eðlilegum kringumstæðum verður læða breima fimm sinnum á ári. Kettir fara því ekki á lóðarí, heldur breima þeir. Það eru hundtíkur sem lóða og fara á lóðarí. Meðgangan tekur að meðaltali 63 til 65 daga og meðal kettl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconVeðurfræði

Hvað er vindur?

Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi, en þó er ekki ávallt skýr greinarmunur gerður á láréttri og lóðréttri hreyfingu og hugtakið vindur er stundum haft um hreyfingu lofts sem að hluta er lóðrétt. Sem dæmi um slíkt má nefna ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir P.S.?

Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir'). Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að...

Fleiri niðurstöður