Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 495 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?
Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...
Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...
Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?
Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...
Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?
Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...
Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?
Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...
Hvaðan koma Strúta-örnefni á Íslandi?
Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun vera tökuorð úr miðlágþýsku, samanber: "er þvílíkast sem fjaðrhamr væri fleginn ... af þeim fugl, er struz heitir" (Þiðriks saga af Bern). Þetta er sama mynd og enn tíðkast í dönsku, struds. Seinna kom o...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum. Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt a...
Hvað er kawasaki-sjúkdómur?
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...
Hvað eru mislingar?
Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...
Hvað er Pfeiffer-heilkenni og hvernig lýsir það sér?
Pfeiffer-heilkenni er mjög sjaldgæfur fæðingargalli sem fyrst var greint frá árið 1964. Hann felst í því að saumar höfuðkúpubeina renna saman of snemma (e. craniosynostosis) sem leiðir til þess að höfuðkúpan aflagast. Þetta stafar af stökkbreytingu í geni sem stjórnar myndun viðtaka fyrir vaxtarþátt trefjakímfrumn...
Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...
Hvað eru hörgulsjúkdómar?
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...
Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?
Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...