Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1122 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?

Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconLæknisfræði

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?

Spyrjandi bætir svo við:Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Lin...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?

Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?

Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...

category-iconHugvísindi

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

category-iconHugvísindi

Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?

Sumir hafa talið sig merkja að farið sé að nota orðið aðgengi óspart í stað orðsins aðgangs og nokkrir óttast að þetta sé farið að valda vissum ruglingi, ekki síst í umræðu um málefni fatlaðra. Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðgangur skýrður sem ‘frelsi, leyfi eða tækifæri til að komast eitthvað eða nýta s...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?

Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

Fleiri niðurstöður