Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 508 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð? Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tv...

category-iconVísindavefurinn

Háskólalestin í Fjallabyggð 2019

Háskólalestin heimsótti Fjallabyggð 17. og 18. maí 2019 og laugardaginn 18. maí var haldin vísindaveisla í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Vísindavefurinn lagði þar ýmsar þrautir fyrir gesti og gangandi. Ein fjölskylda náði að leysa allar þrautirnar: Kristína og börnin hennar þau Úlfrún og Örvar, en systkinin eru 13 og ...

category-iconVísindi almennt

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...

category-iconEfnafræði

Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...

category-iconHugvísindi

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?

Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Pan?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus. Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans v...

category-iconHeimspeki

Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?

Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...

category-iconHugvísindi

Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?

Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla no...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?

Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævaforna...

category-iconLandafræði

Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?Í hvaða heimsálfu er Kína? Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsá...

category-iconHeimspeki

Er hægt að lýsa lit?

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...

Fleiri niðurstöður