Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2795 svör fundust
Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?
Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...
Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?
Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...
Af hverju er kúkurinn brúnn en ekki bleikur?
Það er litarefnið saurbrúnka sem gefur kúk lit og hann verður brúnn en ekki bleikur, blár eða grænn af því að þetta er brúnt litarefni. Ef kúkurinn ætti að vera bleikur þyrfti eitthvert annað litarefni að koma til. Lifrin kemur mikið við sögu í lit hægða. Þar verða til svokölluð galllitarefni og kallast eitt ...
Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?
Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...
Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?
Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...
Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?
Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...
Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?
Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...
Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?
Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum. Matreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort...
Hvað er meiósa og mítósa?
Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjó...
Hvað eru til margar fuglategundir?
Talið er fuglategundir séu um 9.700 í öllum heiminum. Flestar fuglategundir er að finna í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins, enda eru regnskógar Amazon-svæðisins með tegundaauðugustu búsvæðum í heimi. Asía er næst í röðinni með 2.900 tegundir og í Afríku eru tegundirnar 2.300. Í Norður-Ameríku (frá Panama og norð...
Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?
Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...
Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?
Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...
Hvers konar úln er í úlnliði?
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...