Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju vaxa neglur og hár?
Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...
Af hverju heita páskarnir þessu nafni?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...
Af hverju drekka fílar með rananum?
Fílar drekka ekki með rananum heldur sækja þeir vatn með honum og dæla síðan upp í munninn á sér. Fílar drekka ekki með rananum en þeir nota hann til að dæla vatni upp í munninn. En af hverju gera þeir það? Þeirri spurningu verður vart svarað með öðrum hætti en að slíkt er hentugt fyrir þá þar sem þeir eru afar ...
Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?
Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...
Er hægt að smitast af krabbameini?
Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...
Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?
Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...
Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?
Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár. Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginl...
Af hverju eru mánaðarnöfn ekki fallbeygð?
Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru mánaðaheitin notuð sem tökuorð í íslensku ritmáli frá því á 19. öld, öll nema apríl, september og október sem heimildir eru um frá 18. öld. Vel er hugsanlegt að notkun þeirra allra sé eitthvað eldri í mæltu máli. Þau virðast alltaf hafa verið endingarlaus í nefnifal...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...
Af hverju eru göt í osti?
Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur. Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín. Þegar ostur e...
Af hverju verðum við ástfangin? - Myndband
Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðislegar og taugalíffræðilegar. Hæfileikinn til að verða ástfanginn af annarri ...
Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?
Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...