Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 424 svör fundust
Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?
Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...
Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...
Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Hvernig komast andarungarnir á legg þar?Landnám sílamáfa Talið er að sílamáfar Larus fuscus graellsii (1. mynd) hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1...
Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?
Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...
Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...
Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?
Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?
Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...
Var sólstöðukerfi notað til ákvarða kirkjustaði á Íslandi fyrr á tíð?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Sæl öll. Var kerfi hér áður til að ákvarða kirkjustaði. Kannski sólstöðu kerfi? Það væri gaman að fá upplýsingar. Þakka, Valdimar. Ekkert bendir til að eitthvert sérstak kerfi hafi legið til grundvallar þegar kirkjustaðir komu til sögunnar í öndverðri kristni hér. Með kirk...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...