Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 645 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?

Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?

Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...

category-iconNæringarfræði

Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?

Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...

category-iconHugvísindi

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...

category-iconTrúarbrögð

Gerast kraftaverk í íslamstrú?

Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...

category-iconLæknisfræði

Hvað er æxlisbæligen?

Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því?

Hárlos er hægt að flokka í tvennt: það er missa hár og fá það aftur eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Hár vex að meðaltali um einn cm á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hár er í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?

Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongól...

category-iconFélagsvísindi

Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?

Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconLæknisfræði

Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?

Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar sem eiga uppruna í ólíkum líffærum og batahorfur eru ákaflega misjafnar, stundum góðar og stundum slæmar. Nýgengi og dánartíðni vegna hinna ólíku meina er mismunandi eftir þjóðum. Í dag eru krabbamein í efsta sæti varðandi sjúkdómavalda þegar litið er til alls heimsins og tal...

Fleiri niðurstöður