Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 902 svör fundust
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?
Á Vísindavefnum er einnig að finna svar við spurningunni Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra? Við bendum lesendum á að skoða það svar líka. Þar er fjallað sérstaklega um sama efni og hér, með hliðsjón af tilkomu bóluefna við COVID-19 og ómíkron-afbrigði veirunnar...
Er heimspeki tilgangslaus?
Stutta svarið við spurningunni er: Nei, en það veltur samt eiginlega á þér. Þegar maður veltir spurningunni fyrir sér vakna fleiri spurningar: Hvað er tilgangur? Hvaðan kemur tilgangur? Hvers konar hlutir geta haft tilgang? Það virðist vera grundvallarmunur á að spyrja um tilgang til dæmis smíðisgripa annars ve...
Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?
Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...
Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...
Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...
Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?
Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...
Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?
Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði. Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting fall...
Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?
Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...
Hvernig er dýralíf í Perú?
Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...
Hvað er langafasta?
Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...
Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?
Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru: Anatólísk mál Armenska Indó-írönsk mál Albanska Gríska Tokkarísk mál ...
Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...
Hvað er steppa?
Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...
Hvað er rétt málfræði?
Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála. Þegar tungumál er rannsakað og má...