Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 325 svör fundust

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?

Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?

Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?

Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...

category-iconLögfræði

Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?

„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...

category-iconHeimspeki

Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?

Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

category-iconHugvísindi

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

category-iconStærðfræði

Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconHeimspeki

Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?

Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?

Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...

category-iconHugvísindi

Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?

Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...

category-iconTrúarbrögð

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

Fleiri niðurstöður