Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 409 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconSálfræði

Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ljóseind er sín eigin andeind, nánari skýring?

Rafeindir, róteindir, nifteindir og fleiri kunnar öreindir hafa tiltekna eiginleika sem gera það að verkum að hægt er að segja fyrir um það með hjálp afstæðiskenningarinnar að þær hljóti að eiga sér andeindir. Sú forsögn hefur síðan verið staðfest í tilraunum og athugunum. Ljóseindin og nokkrar fleiri öreindir sem...

category-iconHeimspeki

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju?

Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?

Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið me...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconHeimspeki

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

category-iconHeimspeki

Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?

François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

Fleiri niðurstöður