Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 485 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenski hesturinn smáhestur?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?

Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...

category-iconStærðfræði

Hvað er sýndarfylgni?

Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?

Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði. Úr margs konar mælingum á þessum seguleigin...

category-iconJarðvísindi

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er betra að fara með jarðtengingu húsa niður á fast sem kallað er?

Svarið er nei. Slík ráðstöfun fjármuna byggist á því að menn rugla saman tveimur allsendis óskyldum hlutum. Annars vegar er vissulega æskilegt að fara með undirstöður húss niður á fast til að húsið hreyfist síður. Hins vegar er jarðtenging síst betri ef hún nær niður á fast því að rafleiðni í jörðinni er síst meir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?

Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræð...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blýeitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?

"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?

Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?

Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...

Fleiri niðurstöður