Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 426 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?

Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...

category-iconNæringarfræði

Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?

Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconFélagsvísindi

Hvar býr jólasveinninn?

Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Múhameð?

Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju skiluðu Bretar Hong Kong aftur til Kínverja?

Í stuttu máli höfðu Bretar einfaldlega ekki annarra kosta völ. Kínverjar höfðu raunar látið Bretum eftir Hong Kong-eyju „um alla eilífð“ í samningum sem gerðir voru árið 1842 í kjölfar ópíumstríðanna svokölluðu. Árið 1860 var svo gerður annar samningur sem veitti Bretum sömuleiðis eignarhald á suðurhluta Kowloon-s...

category-iconStærðfræði

Hvað er óreiða í stærðfræði?

Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?

Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?

Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?

Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

category-iconHugvísindi

Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?

Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir haförninn á Íslandi?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...

Fleiri niðurstöður