Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 975 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó tasmaníutígurinn út?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?

Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?

Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?

Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?

Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið 'brussa' um klaufskan kvenmann?

Uppruni orðsins brussa í merkingunni 'sver og skessuleg kona' er ekki alveg öruggur. Ekkert sambærilegt orð er þekkt í Norðurlandamálum eða í öðrum nágrannamálum. Ásgeir Blöndal Magnússon tengir það í Íslenskri orðsifjabók lýsingarorðinu bryssinn 'beysinn, burðugur' og norsku sögninni brysja 'láta mikið, hreyk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan merkir orðatiltækið allt kemur fyrir ekki?

Orðasambandið allt kemur fyrir ekki er notað í merkingunni 'eitthvað er árangurslaust', það er sama er hvað gert er, það kemur að engu gagni. Ekki er hér forn hvorugkynsmynd fornafnsins enginn en í stað þess er nú notuð myndin ekkert. Ekki beygðist til forna:nf.ekkiþf.ekki þgf.enguef.einkis/einskis ...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?

Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Eyjaklasi á Breiðafirði. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók. Nafnið er samkv...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?

Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?

Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað og er einhver skyldleiki milli þessa orðs og enska orðsins TRESpassing? Orðið tráss ‘þrái, þrjóska’, sem dæmi eru um í málinu allt frá 16. öld, er að öllum líkindum tökuorð úr gamalli dönsku trotz, tratz, en í nútímadönsku er orðið trods...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?

Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?

Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er örnefnið Hakið á Þingvöllum upprunnið?

Hakið er hraunstapi syðst í Almannagjá á Þingvöllum, sem myndar eins konar hak milli Hestagjár og Kárastaðastígs. Nafnið er ekki í fornum ritum og ekki vitað hversu gamalt það er (sbr. Björn Th. Björnsson, Þingvellir staðir og leiðir (1984), bls. 64). Almannagjá á Þingvöllum. Upplýsingamiðstöðin og bílastæðið n...

Fleiri niðurstöður