Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Íris Ellenberger stundað?
Íris Ellenberger er sagnfræðingur sem starfar á sviði sögu fólksflutninga, þvermenningarlegrar sögu og sögu kynverundar með áherslu á hinsegin sagnfræði. Doktorsritgerð Írisar frá 2013 fjallar um samfélagslega stöðu danskra innflytjenda á Íslandi á árunum 1900–1970 og hvernig hún breyttist með auknu sjálfsforræði ...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?
Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...
Af hverju mjálma kettir?
Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...
Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?
Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós ...
Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...
Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?
Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...
Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?
Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...
Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?
Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...
Er hættulegt að kyngja tyggjói?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...
Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?
Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...