Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1413 svör fundust
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Hvar á líkama slöngu koma eggin út?
Myndin hér að ofan sýnir skipan helstu líffæra kóbraslöngu. Myndin er af karlkyns slöngu, en líffæraskipan kvenkynsins er nánast sú sama. Aftast á dýrinu er gotraufin (e. cloaca). Hún er sameiginlegur þarfagangur fyrir úrgang og egg eða sæði. Gotraufin er aftarlega á dýrinu; liggur kviðlægt á líkama slöngunnar...
Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?
Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...
Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?
Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...
Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?
Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...
Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?
Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...
Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?
Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...
Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?
Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...
Hvað er Akureyrarveikin?
Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...
Hvað er ljósmyndaminni?
Aðrar spurningar: Af hverju gleymum við sumu, en annað munum við? Er hægt að þjálfa heilann upp í svokallað ljósmyndaminni? Hvað veldur ljósmyndaminni og er það eitthvað sem hægt er að þjálfa? Hversu nákvæmt er ljósmyndaminni? Svonefnt leifturminni (e. flashbulb memory) er minni sem geymir mjög skýrar minnin...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...
Hvað eru rauntölur?
Við höfum áður fjallað nokkuð um tölur á Vísindavefnum og bendum lesendum á að kynna sér sérstaklega svör við spurningunum Hvað eru náttúrlegar tölur? og Hvað eru heilar og ræðar tölur? Allt frá tímum Forngrikkja þekktu menn að þó ræðu tölurnar dugi til flestra verka, þá eru einnig til aðrar tölur. Í kringum 50...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin snýst um samanburð verðtryggðs láns og óverðtryggðs: Tveir aðilar taka lán með sömu vöxtum, annar verðtryggt og hinn óverðtryggt. Þeir ákveða að fylgjast að í greiðslum þ.a. þótt að sá sem er með verðtryggða lánið sé e.t.v. með lægri afborgun einhvern mánuðinn, þá grei...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...