Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 400 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...
Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?
Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...
Hvenær telst dýr útdautt?
Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjö...
Hvernig var lífið í gamla daga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...
Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...
Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?
Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...
Hver skapaði þríhyrninginn?
Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...
Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?
Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...
Geta verðbætur talist tekjur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...
Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?
Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...
Hvað borðaði Jesús?
Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...