Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 75 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?

Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?

Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?

Framhaldsmenntun heyrnarlausra hefur aukist verulega síðan táknmál varð sýnilegra hér á Íslandi sumarið 1986. Það sumar var menningarhátíð fyrir heyrnarlausa á Norðurlöndunum haldin hér á Íslandi. Leikrit á táknmáli var flutt í Þjóðleikhúsinu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, talaði táknmál fy...

category-iconTölvunarfræði

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?

Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er einelti?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconLæknisfræði

Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreið...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er dómsdagur kristinna manna?

Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...

category-iconHeimspeki

Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?

Díógenes hundingi er eflaust meðal frægari heimspekinga Grikklands hins forna. Ýmsum sögum fer af honum í fornum heimildum en heimildirnar eru ekki alltaf traustar. Í raun er vitneskja okkar um Díógenes og heimspeki hans fremur rýr. Meginheimild um Díógenes er ævisaga hans sem rituð var af Díógenesi Laertíosi (...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?

Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?

Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...

Fleiri niðurstöður