Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1193 svör fundust
Hvert er formlegt heiti landsins okkar?
Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...
Hversu stór hluti Íslands er hálendur?
Hálendi er skilgreint sem sá hluti lands sem er hærri en 200 metrar yfir sjávarmáli. Þrír fjórðu hlutar Íslands teljast vera hálendi. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....
Hvað eru margir jöklar á Íslandi?
Eftirtaldir jöklar koma strax upp í hugann: Snæfellsjökull, Drangajökull, Eiríksjökull, Langjökull, Hofsjökull, Tungnafellsjökull, Vatnajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Þetta eru 9 jöklar samtals. Nokkur smærri svæði sem eru alltaf snævi þakin eru stundum talin til jökla, til dæmis á Tröllaskaga mi...
Hvað eru til margar íslenskar fuglategundir hér á landi?
Á Íslandi eru um 80 tegundir varpfugla en það er litlu meira en á Suðurheimskautinu. Þar eru um 65 fuglategundir. Flestar fuglategundir eru í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins. Hægt er að lesa meira um fuglategundir í svörum við spurningunum:Hvað eru til margar fuglategundir?Hvað eru margar dýrategundir á Ísla...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Hvaðan koma flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland?
Flestir ferðamenn sem koma til Ísland eru Bretar og á það við hvort sem ferðamenn skemmtiferðaskipa eru teknir með eða ekki. Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein á Íslandi undanfarin ár og fjöldi þeirra sem heimsækja landið aukist verulega. Frá árinu 2002 hefur Ferðamálaráð og síðan Ferðamálastofa ve...
Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?
Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...
Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...
Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?
Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...
Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...
Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?
Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?
Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...
Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?
Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...
Hver gaf Íslandi það nafn?
Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefn...