Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 348 svör fundust
Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?
Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...
Getur köttur orðið hundblautur?
Allir geta verið hundblautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hundmargur og hunddjarfur. Hann hefur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða. Síðar var farið að tengja forliðinn við nafnorðið hundur. Samsetning...
Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?
Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið. Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna te...
Af hverju er talað um að vera eldgamall?
Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll. Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum no...
Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?
Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...
Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?
Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (...
Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?
Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...
Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?
Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...
Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...
Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?
Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu ár...
Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?
Orðið simsalabim er sennilega upprunnið í þýsku. Fleiri en ein skýring er á tilurð þess. Sumir álíta það eiga rætur að rekja allt aftur til síðmiðalda. Kristnir menn hafi talið múslima eins konar töframenn. Upphafsorð við ýmiss konar athafnir „bismi allah rahman i rahim“ (‛í nafni guðs hins algóða’) hafi afb...
Af hverju verður ofurmáni?
Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra...
Voru Camelot og Excalibur til?
Menn hafa reynt að tengja Camelot við ýmsa staði í Suðvestur-Englandi eins og Tintagel, en ekki er hægt að fullyrða margt um þau tengsl. Sverð báru oft heiti snemma á miðöldum (samanber Tyrfing í Hervarar sögu og Heiðreks). Á sama hátt endurspeglar hugmyndin um Lindarlafðina (The Lady of the Lake) og sverð í vatni...
Hvað tók langan tíma að byggja Kínamúrinn?
Kínamúrinn var byggður í áföngum á löngum tíma og hefur raunar oft verið endurbyggður. Allnokkrir múrar voru reistir á 7. til 4. öld f.Kr. Á 3. öld f.Kr. lét svo Qin Shihuang, þáverandi keisari Kína, tengja mörg varnarvirki saman í eitt. Þetta mannvirki sem kalla mætti fyrsta Kínamúrinn er ekki lengur til. ...
Til hvers þurfum við tær?
Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...