Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Allir geta verið hundblautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hundmargur og hunddjarfur. Hann hefur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða.
Síðar var farið að tengja forliðinn við nafnorðið hundur. Samsetningar eins og hundvotur, hundblautur, hundhrakinn gefa í skyn að einhver sé blautur eins og hundur eða votur, hrakinn eins og hundur.
Smám saman missti forliðurinn tenginguna við hundinn og farið var að nota hann eingöngu sem herðandi forlið eins og gamla áhersluforliðinn. Hundleiðinlegur merkir þá ekki 'leiðinlegur eins og hundur' heldur 'mjög leiðinlegur', og sá sem er hundheiðinn er ekki heiðinn eins og hundur heldur 'algerlega trúlaus'. Hundgamall maður er mjög gamall og svo framvegis.
Sá sem er hundblautur er þá ekki lengur 'blautur eins og hundur' heldur mjög blautur og það getur köttur verið þótt honum líki það sjaldnast vel.
Mynd:Dragonfly