Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 399 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er sólin kyrr? Ef svo er, hvað heldur henni þá fastri?

Þetta eru góðar spurningar og umhugsunarverðar. Stutta svarið við fyrri spurningunni er bæði já og nei; sólin er bæði kyrr og ekki kyrr eftir því við hvað er miðað. Öll hreyfing er afstæð, hún miðast við eitthvað, og þegar við segjum að einhver hlutur sé kyrr miðum við líka við eitthvað annað, utan hlutarins. K...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?

Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...

category-iconTrúarbrögð

Signingin: Hvers vegna er orðunum "heilags anda" skipt í tvennt?

Þetta er einfaldlega málfræðilegt atriði. Við skrifum 'stór strákur' eða 'lítill strákur' í tveimur orðum. Eins er það með 'heilagan anda' – lýsingarorð og nafnorð standa saman. 'Föður' eða 'sonar' væri ekki jafn auðveldlega hægt að skipta upp í tvö mörk við signinguna, en við þurfum fjögur orð eða mörk svo að úr ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?

Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?

Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?

Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.Að frádregnum stigum fyrir m...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð heimurinn til?

Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?

Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?

Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

category-iconLandafræði

Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?

Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...

category-iconJarðvísindi

Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?

Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...

category-iconHugvísindi

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...

Fleiri niðurstöður