Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1316 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti froskur í heimi?

Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hryg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?

Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?

Gos í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og tveimur mánuðum síðar, 17. maí, birtist á Vísindavefnum svar við spurningunni Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi? Í svarinu voru færð að því rök, byggt á gefnum forsendum, að ólíklegt væri að gosið yrði langvinnt eða hraunið rúmmálsmikið. Öll eru þessi hugtö...

category-iconLögfræði

Þarf sambúðarfólk að gera sameiginlega skattaskýrslu þó að annar aðilinn sé skráður fyrir öllum eignum?

Öllum þeim sem búsettir eru hér á landi er skylt að skila inn skattframtali, samanber 1. tölulið 1. málsgrein 1. greinar laga númer 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Engu breytir hve miklar eignir menn eiga eða hvort þeir eiga eignir á annað borð. Sambúðarfólki er skylt að skila sameiginl...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru sakamál?

Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lög...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...

category-iconLögfræði

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?

Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...

category-iconFélagsvísindi

Hvað tekur mörg ár að læra lögfræði? Er það erfiðasta nám á Íslandi?

Laganám á Íslandi tekur alla jafna 5 ár og er því skipt niður í þriggja ár grunnnám sem veitir BA-gráðu, og tveggja ára meistaranám. Að því loknu útskrifast stúdent með embættispróf í lögfræði og getur sótt um réttindi héraðsdómslögmanns samkvæmt skilyrðum 6.–8. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Um skilyrði þess að...

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?

Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?

Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?

Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur. Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu. Dýrafræðingar...

Fleiri niðurstöður