Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1583 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?

Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?

Öll spurningin hljóðaði svona: Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring? Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær spe...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?

Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconEfnafræði

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er tunglið alltaf lýsandi á degi og nóttu?

Tunglið endurvarpar sólarljósinu frá sólinni, líkt og allir aðrir hnettir í sólkerfinu nema sólin sjálf sem býr til ljósið. Þess vegna sjáum við tunglið oft bjart og fagurt á næturnar en rétt greinum það stundum á bláum himni að degi til. Tunglið þarf þó að snúa björtu hliðinni að einhverju leyti að okkur til að v...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?

Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan var...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Í lægðum og hæðum nærri að jafnvægi ríki milli tveggja krafta, þrýstikrafts og svigkrafts jarðar sem er oft kenndur við franska verkfræðinginn og stærðfræðinginn Coriolis. Þrýstikraftur togar loftið inn að lægð. Sem dæmi um loftstraum af völdum þrýstikrafts má nefna vind úr uppblásinni blöðru, en loftið streymi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

Fleiri niðurstöður