Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring?Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær speglaðar. Myndin hér fyrir neðan er af rúnasteini frá Norður-Upplandi í Svíþjóð frá um 500 e.Kr. Rúnirnar í neðri línunni eru túlkaðar sem mannsnafnið: frawaradaR, FráráðR, en ekki eru fræðingar á eitt sáttir um hvernig beri að túlka rúnirnar í efri línunni. Um það má lesa í 3. bindi af Upplands Runinskrifter þar sem steinninn hefur númer U 877 í Hagby socken.

Möjbro-steinninn er tæplega 2,5 m hár grantítsteinn sem fannst í Möjbro í Svíþjóð á 17. öld. Steinninn er talinn er vera frá um 500. Rúnirnar á steininum eru lesnar frá hægri til vinstri.
- Sveriges Runinskrifter - Upplands runinskrifter del 3 (SRI band 8, 1949-1951). 877. Möjbro, Hagby sn.
- Úr safni höfundar.