Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 866 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?

Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leif...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað fer ljósið langt á einni klukkustund?

Á klukkutíma fer ljósið 1.079.252.848.800 metra eða 1.079.252.848,8 kílómetra. En á sekúndu fer það "aðeins" á 299.792.458 metra eða 299.792,458 kílómetra. Heimild: Violence in the Cosmos Á Vísindavefnum má finna mörg svör um ljóshraða, til dæmis Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? og Er hraði ljó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?

Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?

Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að taka fram að flugvél mun aldrei ná að fljúga yfir Ísland á ljóshraða eins og útskýrt er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það? Ljósið ferðas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hleypur strúturinn hratt?

Strúturinn (Struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann geta náð allt að 250 cm hæð og vegið yfir 130 kg. Í dag lifir strúturinn einungis í Afríku en áður var hann einnig algengur í Miðausturlöndum. Strútar eru gríðalega sprettharðir og geta samkvæmt rannsóknum náð um 65 km hraða á klukkustund...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur ísbjörn hlaupið hratt?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ekki kunnir fyrir mikil langhlaup þar sem þeir ofhitna auðveldlega enda hafa þeir þykkan feld og eru oftast með þykkt fitulag að auki. Ísbjörn á ferð.Engu að síður geta þeir verið snarir í snúningum þegar svo ber undir, sérstaklega þegar þeir þurfa að taka stutta og kröftuga spre...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag?

Helios B.Jörðin gengur um sólina eftir sporbaug en sporbaugur er örlítið ílangur ferill sem líkist hring. Meira má lesa um gang reikistjarna í svarinu: Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug? Vegna þessa er fjarlægð jarðar frá sól ekki alltaf sú sama. Mest verður fjarlægðin 152,1 milljón kílómetrar en minn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?

Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni \[p=m\cdot v,\] þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kg$\cdot$m/s. Við getum notað þessa jöfnu til að reikna út skriðþungann í d...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?

Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?

Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?

Maður nýtir sér að mjög mikill munur er á hljóðhraða og ljóshraða, sem gerir það að verkum að við heyrum þrumuna eftir að við sjáum eldinguna. Hraði hljóðs í andrúmslofti er um það bil 0,34 km/s (kílómetrar á sekúndu) en ljóshraðinn er um það bil 300.000 km/s sem er gífurlegur hraði miðað við hljóðhraðann, og ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er kraftur sama og orka?

Nei, kraftur og orka eru ólík fyrirbæri eins og þeim er lýst í eðlisfræði. Ef verkað er með krafti á hlut breytist hraði hans, hann fær hröðun eins og það er kallað. Þegar bolta er kastað upp í loft verkar höndin sem kastar með krafti á boltann, hann fær hraða upp og flýgur upp í loft. En þyngdarkrafturinn verkar ...

Fleiri niðurstöður