Maður | 5 km/klst. | 29.920.000 klst. | 3413 ár |
Hjól | 20 km/klst. | 7.480.000 klst. | 853 ár |
Bíll | 100 km/klst. | 1.496.000 klst. | 171 ár |
Flugvél | 1000 km/klst. | 149.600 klst. | 17 ár |
Concorde-þota | 2000 km/klst. | 74.800 klst. | 8 ár og 6 mánuðir |
Apollo 10 | 40.000 km/klst.* | 3.740 klst. | 5 mánuðir |
New Horizons | 58.500 km/klst.** | 2560 klst. | 3 mánuðir og 15 dagar |
Helios B | 252.800 km/klst.*** | 592 klst. | 25 dagar |
Ljóshraði | 300.000 km/s | 500 s | 8 mín. og 20 s |
* Hér er um hámarkshraða að ræða og jafnframt mesta hraða sem mannað farartæki hefur náð.
** Hér er um hámarkshraða að ræða. New Horizons er nú á leið í átt að Plútó.
*** Hér er um hámarkshraða að ræða. Helios B var skotið á loft árið 1976 til að rannsaka sólina en það státar af mesta hraða sem manngert farartæki hefur náð.
Hafa ber í huga að geimflaugarnar voru alls ekki allan tímann á þessum hraða, til að mynda þarf að minnka hraða töluvert áður en lending verður. Auk þess eru ýmsar leiðir notaðar til að draga úr eldsneytisnotkun en þar með er geimflaugin ekki á fullum hraða. Eins og áður segir er þetta leikur að tölum og um námunduð gildi að ræða. Heimildir:
- Hvað er langt á milli jarðar og sólar? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson.
- Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er? eftir Ulriku Andersson.
- en.wikipedia.org - Orders of magnitude (speed).
- en.wikipedia.org - Helios (spacecraft). Sótt 24.5.2012.