Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag?

ÍDÞ

Helios B.

Jörðin gengur um sólina eftir sporbaug en sporbaugur er örlítið ílangur ferill sem líkist hring. Meira má lesa um gang reikistjarna í svarinu: Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug? Vegna þessa er fjarlægð jarðar frá sól ekki alltaf sú sama. Mest verður fjarlægðin 152,1 milljón kílómetrar en minnst 147,1 milljón kílómetrar.

Þegar talað er um fjarlægð jarðar frá sól er yfirleitt talað um meðalfjarlægðina en hún er 149,6 milljón kílómetrar. Vegalengd þessi nefnist öðru nafni stjarnfræðieining (e. astronomical unit, skammstafað AU).

Vegna hita sólarinnar er ekki unnt að ferðast til sólarinnar, að minnsta kosti ekki með þeim farartækjum sem við höfum til taks nú á dögum. En þar sem við vitum meðalfjarlægðina getum við nú leikið okkur með tölur.

Maður 5 km/klst. 29.920.000 klst. 3413 ár
Hjól 20 km/klst. 7.480.000 klst. 853 ár
Bíll 100 km/klst. 1.496.000 klst. 171 ár
Flugvél 1000 km/klst. 149.600 klst. 17 ár
Concorde-þota 2000 km/klst. 74.800 klst. 8 ár og 6 mánuðir
Apollo 10 40.000 km/klst.* 3.740 klst. 5 mánuðir
New Horizons 58.500 km/klst.** 2560 klst. 3 mánuðir og 15 dagar
Helios B 252.800 km/klst.*** 592 klst. 25 dagar
Ljóshraði 300.000 km/s 500 s 8 mín. og 20 s


* Hér er um hámarkshraða að ræða og jafnframt mesta hraða sem mannað farartæki hefur náð.


** Hér er um hámarkshraða að ræða. New Horizons er nú á leið í átt að Plútó.


*** Hér er um hámarkshraða að ræða. Helios B var skotið á loft árið 1976 til að rannsaka sólina en það státar af mesta hraða sem manngert farartæki hefur náð.


Hafa ber í huga að geimflaugarnar voru alls ekki allan tímann á þessum hraða, til að mynda þarf að minnka hraða töluvert áður en lending verður. Auk þess eru ýmsar leiðir notaðar til að draga úr eldsneytisnotkun en þar með er geimflaugin ekki á fullum hraða.

Eins og áður segir er þetta leikur að tölum og um námunduð gildi að ræða.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.11.2012

Spyrjandi

Aldís Embla Björnsdóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62277.

ÍDÞ. (2012, 13. nóvember). Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62277

ÍDÞ. „Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62277>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve langan tíma tekur að ferðast frá jörð til sólar með þeim farartækjum sem notuð eru í dag?

Helios B.

Jörðin gengur um sólina eftir sporbaug en sporbaugur er örlítið ílangur ferill sem líkist hring. Meira má lesa um gang reikistjarna í svarinu: Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug? Vegna þessa er fjarlægð jarðar frá sól ekki alltaf sú sama. Mest verður fjarlægðin 152,1 milljón kílómetrar en minnst 147,1 milljón kílómetrar.

Þegar talað er um fjarlægð jarðar frá sól er yfirleitt talað um meðalfjarlægðina en hún er 149,6 milljón kílómetrar. Vegalengd þessi nefnist öðru nafni stjarnfræðieining (e. astronomical unit, skammstafað AU).

Vegna hita sólarinnar er ekki unnt að ferðast til sólarinnar, að minnsta kosti ekki með þeim farartækjum sem við höfum til taks nú á dögum. En þar sem við vitum meðalfjarlægðina getum við nú leikið okkur með tölur.

Maður 5 km/klst. 29.920.000 klst. 3413 ár
Hjól 20 km/klst. 7.480.000 klst. 853 ár
Bíll 100 km/klst. 1.496.000 klst. 171 ár
Flugvél 1000 km/klst. 149.600 klst. 17 ár
Concorde-þota 2000 km/klst. 74.800 klst. 8 ár og 6 mánuðir
Apollo 10 40.000 km/klst.* 3.740 klst. 5 mánuðir
New Horizons 58.500 km/klst.** 2560 klst. 3 mánuðir og 15 dagar
Helios B 252.800 km/klst.*** 592 klst. 25 dagar
Ljóshraði 300.000 km/s 500 s 8 mín. og 20 s


* Hér er um hámarkshraða að ræða og jafnframt mesta hraða sem mannað farartæki hefur náð.


** Hér er um hámarkshraða að ræða. New Horizons er nú á leið í átt að Plútó.


*** Hér er um hámarkshraða að ræða. Helios B var skotið á loft árið 1976 til að rannsaka sólina en það státar af mesta hraða sem manngert farartæki hefur náð.


Hafa ber í huga að geimflaugarnar voru alls ekki allan tímann á þessum hraða, til að mynda þarf að minnka hraða töluvert áður en lending verður. Auk þess eru ýmsar leiðir notaðar til að draga úr eldsneytisnotkun en þar með er geimflaugin ekki á fullum hraða.

Eins og áður segir er þetta leikur að tölum og um námunduð gildi að ræða.

Heimildir:

Mynd:...