Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 107 svör fundust
Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?
Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?
Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...
Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?
Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...
Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...
Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?
Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...
Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?
Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilí...
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Hvað er níhílisti?
Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?
Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn. Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með...
Hvers vegna er stærðfræði námsefni?
Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...
Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?
Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda. Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með ...
Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?
Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...