Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 308 svör fundust
Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?
Það eru ekki til nein efri mörk fyrir hitastig, en hafa verður í huga að það kostar orku að hita efni og eins getur verið erfitt að halda varmaorkunni í einhverju kerfi án þess að hún leiti út úr kerfinu með geislun eða leiðni. Allt efni sem hitað er mjög mikið tekur hamskiptum, einum eða fleirum. Þannig breyti...
Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?
Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi. Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðr...
Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?
Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...
Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?
Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...
Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...
Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?
Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda. Beðmi e...
Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?
Það kemur engum á óvart að bakaraofn sem kveikt er á hitar herbergið sem hann stendur í um leið og maturinn bakast. Hins vegar kann að virðast einkennilegt að ísskápur geti hitað upp eldhúsið, og það jafnvel þótt skápurinn standi opinn! Til að skilja ástæðuna fyrir þessu þarf að hugsa um varma sem orku og kuld...
Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...
Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?
Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...
Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?
Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...
Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...
Hvar og hvenær varð kúngfú til?
Kúngfú er forn kínversk bardagalist sem líkist karate en byggir meira á höggum með höndum en spörkum. Af heimildum að dæma má rekja uppruna hennar að minnsta kosti aftur til tíma Zhou-keisaraættarinnar sem var við völd frá 1111 til 255 f. Krist að okkar tímatali. Í kúngfú eru fimm grunnspor. Hinar fjölmargu hre...
Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað. Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að s...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Af hverju er stundum svona mikill hitamunur á milli nálægra staða?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig stendur á því að hitafar, til dæmis á Vestfjörðum, er mjög mismunandi? Það er miklu oftar heitara á Ísafirði og Bíldudal en í Bolungarvík. Ástæður þess að mikill hitamunur mælist á milli nærliggjandi staða á sama tíma geta verið margþættar. Oft kemur þó afstaða lands ...