Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 249 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?

Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er í kjarnorku?

Í grófum dráttum getum við sagt að orka sé hæfileiki til að framkvæma vinnu, það er til dæmis að færa hlut úr stað, auka hraða hans eða minnka eða breyta honum að öðru leyti, til dæmis stefnu. Við tölum meðal annars um staðarorku sem hlutur hefur vegna stöðu sinnar, hreyfiorku sem tengist hreyfingu hlutarins, varm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er þyngdaraflið svona skrýtið á tunglinu?

Þyngdarkrafturinn á tungluni er ekkert skrýtnari eða öðruvísi en annars staðar. Á tunglinu verkar alveg sami þyngdarkraftur og á jörðinni en eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut á tunglinu er miklu minni en á sama hlut á jörðinni og hluturinn virðist því léttari þar en við yfirborð jarðar. ...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?

Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur svokallað veggfóður eða "wallpaper" einhver áhrif á vinnslu tölvunnar?

Wallpaper, sem við ættum ef til vill að kalla veggfóður á íslensku, eða einfaldlega bakgrunnsmynd, er mynd sem sýnd er sem bakgrunnur á skjáborði tölvunnar (desktop). Slíkar bakgrunnsmyndir hafa óveruleg áhrif á vinnslu tölvunnar. Þær nota mjög lítið vinnsluminni annað en skjáminni, sem annars væri notað í ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?

Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin. Sögðu svarendur það notað um eitthva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?

Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

category-iconHugvísindi

Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?

Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?

Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconHugvísindi

Hvernig urðu orð til?

Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

Fleiri niðurstöður