Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 52 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?

William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...

category-iconHeimspeki

Er til hálf hola? (svar 1)

Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er dómsdagur kristinna manna?

Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað gerði William Wallace?

Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconFornleifafræði

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni atviksorðsins alveg?

Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?

Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...

category-iconBókmenntir og listir

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins? Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tón...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?

Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...

category-iconUmhverfismál

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...

Fleiri niðurstöður