Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4600 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...
Af hverju hrópa menn „heyr, heyr“ þegar þeir taka undir eitthvað sem annar segir? Hvaðan er siðurinn kominn?
Heyr er stýfður boðháttur sagnarinnar að heyra. Hann er notaður til að fagna máli annars manns, oftast ræðumanns, og þá hrópað úr sal „heyr, heyr“. Merkingin er þá: „hlustið á þetta, gott hjá honum/henni!!!“. Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til land...
Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?
Talað er um halla á viðskiptum við útlönd ef land hefur minni tekjur af útflutningi á vörum og þjónustu en það ver til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Til að greiða fyrir þetta er hægt að selja útlendingum erlendar eða innlendar eignir landsmanna eða taka erlend lán. Hversu langt er hægt að ganga án þess að ...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?
Spyrjandi bætir við:þ.e. sá eiginleiki að þó maður beini speglinum niður í sól sér maður samt umferðina fyrir aftan sig?Speglar til venjulegrar notkunar eru glerplötur húðaðar á annarri hliðinni með speglandi málmhúð sem síðan er þakin varnarlagi af mjúkum massa. Spegilhúðin er á bakhlið spegilsins þannig að gleri...
Hvernig og hvenær gengu hryggdýr á land?
Sambærilegri spurningu var svarað á Vísindavefnum árið 2002. Eins og höfundur þess svars nefnir, var lítið vitað um landnám hryggdýra á þeim tíma. Síðan hefur hins vegar þekking vísindamanna á landnámi hryggdýra aukist gífurlega. Eitt af stærstu skrefum í þróunarsögunni var landnám hryggdýra. Svarið við ráðgát...
Hvaða þrautir leystu Borgfirðingar í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Borgarnesi laugardaginn 12. maí 2018. Þar spreyttu Borgfirðingar og aðrir viðstaddir sig á ýmiss konar þrautum sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Þrautirnar voru átta talsins og náði enginn að leysa þær allar. Gáta Einsteins var til að mynda enn óleyst í lok dag...
Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?
Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda ...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum? Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirli...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?
Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1....
Hvernig tala menn undir rós?
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig...
Hvaðan kemur orðið edrú?
Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...