Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 93 svör fundust

category-iconHugvísindi

Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?

Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...

category-iconÞjóðfræði

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?

Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

category-iconTrúarbrögð

Er líf eftir dauðann?

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...

category-iconFornfræði

Hvar er talað um trójuhestinn og fall Tróju ef ekkert er fjallað um þetta í Ilíonskviðu?

Að öllum líkindum voru sögurnar um Trójustríðið ekki einungis þekktar úr kvæðum Hómers og annarra skálda. En í fornöld voru raunar til fleiri kvæði en einungis Ilíonskviða sem fjölluðu um Trójustríðið, til dæmis Eþíópíukviða (Aiþiopis en venjulega nefnd latneska titlinum Aethiopis), Litla Ilíonskviða (Ilias mikra ...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?

Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu handrit á Íslandi?

Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru Inkar?

Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur...

category-iconFornfræði

Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?

Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins. Hesíodos segir...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...

Fleiri niðurstöður