Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 844 svör fundust
Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Ef tvær stæður stefna á óendanlegt og maður deilir annarri í hina, er útkoman þá einn? Sem sagt er óendanlegt deilt með óendanlegu jafnt og einn?
Svarið er nei. Útkoman getur svo sem verið 1 en hún getur líka verið margt annað, bæði einhver tiltekin tala og líka 0 eða óendanlegt. Þetta fer eftir því hverjar stæðurnar eru og hvernig þær stefna á óendanlegt hvor um sig. Ef við vitum ekkert um stæðurnar eða þær eru með öllu óvenslaðar getum við ekkert sagt u...
Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?
Upprunalega spurninginn var: Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu? Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu. Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má ...
Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?
Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...
Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?
Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar: Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard) Eins og fl...
Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.
Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...
Hvað eru til margar tegundir gíraffa?
Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa. Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanve...
Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?
Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr vi...
Hversu hollir eru bananar?
Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki. Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum ...
Hvernig myndast djúprennur?
Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...
Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?
Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?
Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Hversu þungur er apaheili?
Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir. Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar...