Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?

Arnar Kjartansson

Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri, 30% úr fitu og 10% úr prótínum.

Möndlur eru mun hitaeiningaríkari en ólívur, en í hverjum 100 g eru 609 kcal (2550 kJ) í möndlum og 151 kcal (631 kJ) í ólívum. Fituinnihald ólíva og sérstaklega mandla er nokkuð hátt. Í möndlum eru um 53,5 g af fitu í hverjum 100 g, og hver 100 g af ólívum innihalda 15,9 g af fitu. Báðar fæðutegundir innihalda samt sem áður hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollari en mettaðar fitusýrur. Möndlur innihalda 46,9 g af ómettuðum fitusýrum í hverjum 100 g og ólívur um 15,9 g. Möndlur eru líka kalkríkar.

Svarið við spurningunni er því að það er nokkuð hollt að borða ólívur og möndlur. Aftur á móti þarf fólk að gæta þess að neyta þeirra í hófi svo það fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt á fitu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.7.2005

Spyrjandi

Margrét Sigurðardóttir

Tilvísun

Arnar Kjartansson. „Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5130.

Arnar Kjartansson. (2005, 13. júlí). Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5130

Arnar Kjartansson. „Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5130>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?
Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri, 30% úr fitu og 10% úr prótínum.

Möndlur eru mun hitaeiningaríkari en ólívur, en í hverjum 100 g eru 609 kcal (2550 kJ) í möndlum og 151 kcal (631 kJ) í ólívum. Fituinnihald ólíva og sérstaklega mandla er nokkuð hátt. Í möndlum eru um 53,5 g af fitu í hverjum 100 g, og hver 100 g af ólívum innihalda 15,9 g af fitu. Báðar fæðutegundir innihalda samt sem áður hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollari en mettaðar fitusýrur. Möndlur innihalda 46,9 g af ómettuðum fitusýrum í hverjum 100 g og ólívur um 15,9 g. Möndlur eru líka kalkríkar.

Svarið við spurningunni er því að það er nokkuð hollt að borða ólívur og möndlur. Aftur á móti þarf fólk að gæta þess að neyta þeirra í hófi svo það fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt á fitu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....