Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 703 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?

Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sjórinn saltur?

Þetta er í aðalatriðum af því að árnar sem renna í sjóinn flytja með sér salt úr jarðlögunum sem þær renna um. Saltið tekur hins vegar ekki þátt í hringrás vatnsins og fylgir ekki vatninu þegar það gufar upp úr sjónum. Þess vegna safnast saltið fyrir í sjónum smám saman. Um þetta má lesa meira á Vísindavefnum m...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconLandafræði

Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Landfræðilega er Mexíkó hluti Norður-Ameríku, en menningarlega á Mexíkó þó margt sameiginlegt með löndum Suður-Ameríku. Samkvæmt hefð er þurrlendi jarðar skipt í sjö meginlönd eins og lesa má í svari EMB við spurningunni Hvað eru heimsálfurnar margar? og fylgja heimsálfurnar þeirri skiptingu. Í svari við spur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?

Í örstuttu máli þá getur þú ráðið því! Hnettinum er skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga og er grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama. Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum alveg nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami ...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?

Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær byrja ungbörn að tárast?

Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...

category-iconHugvísindi

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?

Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...

category-iconHagfræði

Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin snýst um samanburð verðtryggðs láns og óverðtryggðs: Tveir aðilar taka lán með sömu vöxtum, annar verðtryggt og hinn óverðtryggt. Þeir ákveða að fylgjast að í greiðslum þ.a. þótt að sá sem er með verðtryggða lánið sé e.t.v. með lægri afborgun einhvern mánuðinn, þá grei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er flasa?

Flasa (pityriasis capitis) myndast þegar meira en eðlilegt magn af dauðum húðfrumum flagnar af höfuðleðrinu. Of mikil húðfeitiframleiðsla er stundum samfara flösu og er þá talað um fituflösu. Sum flösueinkenni eru þau sömu og fylgja svokölluðu flösuþrefi (seborrheic dermatitis) og eru báðir kvillar oft meðh...

category-iconLandafræði

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

category-iconLögfræði

Hvernig virkar tvöfaldur ríkisborgararéttur og hverjir geta fengið hann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Móeiðar:Er hægt að halda íslenskum ríkisborgararétti þótt maður búi í útlöndum að staðaldri?Það fer eftir löggjöf hvers ríkis hverjir eiga rétt á ríkisborgararétti í landinu. Í megindráttum er byggt á tveimur reglum við veitingu ríkisborgararéttar, annars vegar "jus solis"...

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fleirtala af bókstafnum A?

Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?

Fyrir þessu eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi er uppsprettuvatn ekki nógu kalt til að frjósa, og þó að það kynni stundum að kólna alveg niður að frostmarki gæti straumurinn tafið fyrir því að allt vatnið frysi varanlega. Við Íslendingar búum ekki við sífrera sem kallað er, heldur fer frost úr jörð á sumrin á lágl...

Fleiri niðurstöður