Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Fyrir þessu eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi er uppsprettuvatn ekki nógu kalt til að frjósa, og þó að það kynni stundum að kólna alveg niður að frostmarki gæti straumurinn tafið fyrir því að allt vatnið frysi varanlega.

Við Íslendingar búum ekki við sífrera sem kallað er, heldur fer frost úr jörð á sumrin á láglendi. Það tengist því að meðalhiti loftsins yfir árið er vel yfir frostmarki, víða til dæmis 5 oC. Þegar komið er niður fyrir eins til tveggja metra dýpi fylgir hitinn í jörðinni nokkurn veginn þessum meðalhita allt árið. Vatn sem kemur djúpt úr jörð gerir það líka. Uppsprettur sem fylgja meðalhitanum eru kallaðar kaldavermsl. Vatnið frá þeim frýs ekki nema það sé lengi í snertingu við loft sem er undir frostmarki.

Fróðlegt er að bera þetta saman við stutt svar sama höfundar við spurningunni Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.1.2003

Spyrjandi

Guðjón Einarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3048.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 23. janúar). Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3048

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3048>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?
Fyrir þessu eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi er uppsprettuvatn ekki nógu kalt til að frjósa, og þó að það kynni stundum að kólna alveg niður að frostmarki gæti straumurinn tafið fyrir því að allt vatnið frysi varanlega.

Við Íslendingar búum ekki við sífrera sem kallað er, heldur fer frost úr jörð á sumrin á láglendi. Það tengist því að meðalhiti loftsins yfir árið er vel yfir frostmarki, víða til dæmis 5 oC. Þegar komið er niður fyrir eins til tveggja metra dýpi fylgir hitinn í jörðinni nokkurn veginn þessum meðalhita allt árið. Vatn sem kemur djúpt úr jörð gerir það líka. Uppsprettur sem fylgja meðalhitanum eru kallaðar kaldavermsl. Vatnið frá þeim frýs ekki nema það sé lengi í snertingu við loft sem er undir frostmarki.

Fróðlegt er að bera þetta saman við stutt svar sama höfundar við spurningunni Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?...