Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 494 svör fundust
Hvað er smættarkenning?
Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...
Hver var rauði baróninn?
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...
Hvernig fjölga fuglar sér?
Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...
Eru geitur með þrjá maga?
Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...
Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?
Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar ha...
Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?
Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...
Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?
Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...
Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?
Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...
Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?
Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?
Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax ...
Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?
Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síð...
Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast. Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengu...
Hvað er jarðhnik?
Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við ...