Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 98 svör fundust
Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?
Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...
Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...
Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?
Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...
Hvort mengar umhverfið meira: Að sigla á fraktskipi eða fljúga flugvél yfir Atlantshafið?
Bruni eldsneytis veldur loftmengun þar sem hann myndar heilsuspillandi rykagnir og gastegundir ásamt gróðurhúsalofttegundum. Magn myndefnanna fer aðallega eftir magni eldsneytisins en einnig eftir eldsneytisgerð, í hvernig vél það er brennt, hvernig vélin er keyrð og við hvaða aðstæður. Fraktskip sem siglir ti...
Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?
Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...
Hvenær var fyrsti bangsinn framleiddur?
Bangsinn er leikfang barna og ekki er hægt að svara með fullri vissu hvaða leikföng börn hafi haft á öllum tímum hvar í heiminum sem er. Leikföng á borð við gæludýr eru menningarbundin og lýsa ríkjandi viðhorfum til umhverfisins. Þannig hygg ég að almennt hafi eftirlíking rándýra sem gátu verið manninum hættuleg, ...
Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?
Það fer mjög eftir eðli íþrótta hvenær íþróttamenn „toppa“ ef svo má að orði komast, það er hvenær þeir eru upp á sitt besta í sinni íþrótt. Í flestum þeim íþróttum sem krefjast hraða, styrks, snerpu og úthalds er sjaldgæft að sjá íþróttamenn á fimmtugsaldri meðal afreksmanna þó svo að undantekningar séu ætíð til ...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...
Hvað eru margir fuglar á Íslandi á veturna?
Árstíðaskipti eru mjög eindregin á Íslandi eins og víðast hvar á norðlægum slóðum. Hér á landi verpa að jafnaði ríflega 80 tegundir varpfugla og er meirihluti þeirra (47) farfuglar, annað hvort að öllu (25 tegund) eða að mestu leyti (22 tegundir). Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vet...
Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?
Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?
Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...
Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...