Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?

Ívar Daði Þorvaldsson

Það fer mjög eftir eðli íþrótta hvenær íþróttamenn „toppa“ ef svo má að orði komast, það er hvenær þeir eru upp á sitt besta í sinni íþrótt. Í flestum þeim íþróttum sem krefjast hraða, styrks, snerpu og úthalds er sjaldgæft að sjá íþróttamenn á fimmtugsaldri meðal afreksmanna þó svo að undantekningar séu ætíð til staðar. Aðrar íþróttir krefjast fremur einbeitingar og nákvæmni en í þeim íþróttum er einmitt að finna þá íþróttamenn sem hafa verið hvað elstir verðlaunahafa.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er það Svíinn Oscar Swahn (20. október 1847 ‒ 1. maí 1927) sem er elstur gullverðlaunahafa en hann vann til verðlauna í skotfimi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi í heimalandi sínu árið 1912. Á þeim leikum var keppt í 18 greinum er teljast til skotfimi og sigraði lið Svía, með Swahn innanborðs, í grein sem ber heitið Men's single-shot running deer en í þeirri grein „hljóp“ hjartardýrslaga skotmark 10 ferðir og á meðan á hverri ferð stóð átti skotmaðurinn að hleypa af 1 skoti. Hver ferð var tæplega 23 metrar og fór skotmarkið vegalengdina á um það bil 4 sekúndum. Skotmaðurinn var um 100 metrum frá skotmarkinu og fékk stig fyrir nákvæmni en á skotmarkinu voru þrír sammiðja hringir. Fyrir að hitta í innsta hringinn fengust 4 stig, hringurinn í miðjunni gaf 3 stig og sá ysti 2 stig. Fyrir að hitta utan hringjanna en samt á skotmarkið fékkst 1 stig, ef frá eru talin lendar dýrsins. Þannig var hægt að fá mest 40 stig. Swahn var 64 ára og 258 daga gamall er lið hans vann til gullverðlauna.

Oscar Swahn á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar voru engir Ólympíuleikar árið 1916 og fóru næstu leikar ekki fram fyrr en árið 1920 í Antwerpen í Belgíu. Þar vann Swahn til silfurverðlauna í liðsíþróttinni Men's double-shot running deer sem fór eins fram og áður nema nú var skotið tveimur skotum í stað eins í hverri ferð skotmarksins. Þá var Swahn orðinn 72 ára og 280 daga gamall og þar með orðinn elsti silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum og raunar elsti verðlaunahafi óháð því hvort um gull, silfur eða brons er að ræða. Þess má til gamans geta að Oscar Swahn vann alls til þrennra gullverðlauna, einna silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna á Ólympíuleikum.

Heimildum ber ekki saman um hver er elsti bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum en títtnefndur Oscar Swahn vann til bronsverðlauna í einstaklingskeppni í Men's double-shot running deer á leikunum í Stokkhólmi árið 1912, þá 64 ára gamall eins og áður segir. Það verður því að teljast ansi líklegt að hann sé allt í senn elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum!

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.7.2012

Spyrjandi

Hreiðar Arnarsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17606.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2012, 24. júlí). Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17606

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?
Það fer mjög eftir eðli íþrótta hvenær íþróttamenn „toppa“ ef svo má að orði komast, það er hvenær þeir eru upp á sitt besta í sinni íþrótt. Í flestum þeim íþróttum sem krefjast hraða, styrks, snerpu og úthalds er sjaldgæft að sjá íþróttamenn á fimmtugsaldri meðal afreksmanna þó svo að undantekningar séu ætíð til staðar. Aðrar íþróttir krefjast fremur einbeitingar og nákvæmni en í þeim íþróttum er einmitt að finna þá íþróttamenn sem hafa verið hvað elstir verðlaunahafa.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er það Svíinn Oscar Swahn (20. október 1847 ‒ 1. maí 1927) sem er elstur gullverðlaunahafa en hann vann til verðlauna í skotfimi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi í heimalandi sínu árið 1912. Á þeim leikum var keppt í 18 greinum er teljast til skotfimi og sigraði lið Svía, með Swahn innanborðs, í grein sem ber heitið Men's single-shot running deer en í þeirri grein „hljóp“ hjartardýrslaga skotmark 10 ferðir og á meðan á hverri ferð stóð átti skotmaðurinn að hleypa af 1 skoti. Hver ferð var tæplega 23 metrar og fór skotmarkið vegalengdina á um það bil 4 sekúndum. Skotmaðurinn var um 100 metrum frá skotmarkinu og fékk stig fyrir nákvæmni en á skotmarkinu voru þrír sammiðja hringir. Fyrir að hitta í innsta hringinn fengust 4 stig, hringurinn í miðjunni gaf 3 stig og sá ysti 2 stig. Fyrir að hitta utan hringjanna en samt á skotmarkið fékkst 1 stig, ef frá eru talin lendar dýrsins. Þannig var hægt að fá mest 40 stig. Swahn var 64 ára og 258 daga gamall er lið hans vann til gullverðlauna.

Oscar Swahn á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar voru engir Ólympíuleikar árið 1916 og fóru næstu leikar ekki fram fyrr en árið 1920 í Antwerpen í Belgíu. Þar vann Swahn til silfurverðlauna í liðsíþróttinni Men's double-shot running deer sem fór eins fram og áður nema nú var skotið tveimur skotum í stað eins í hverri ferð skotmarksins. Þá var Swahn orðinn 72 ára og 280 daga gamall og þar með orðinn elsti silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum og raunar elsti verðlaunahafi óháð því hvort um gull, silfur eða brons er að ræða. Þess má til gamans geta að Oscar Swahn vann alls til þrennra gullverðlauna, einna silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna á Ólympíuleikum.

Heimildum ber ekki saman um hver er elsti bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum en títtnefndur Oscar Swahn vann til bronsverðlauna í einstaklingskeppni í Men's double-shot running deer á leikunum í Stokkhólmi árið 1912, þá 64 ára gamall eins og áður segir. Það verður því að teljast ansi líklegt að hann sé allt í senn elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum!

Heimildir:

Mynd:...