Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 184 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...
Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?
Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu seguls...
Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?
Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir stundað?
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar, en það hefur leitt hana á fjölbreyttar slóðir siðfræði, fagurfræði, þekkingarfræði og verufræði. Do...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...
Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?
Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...
Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?
Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar...
Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?
Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?
Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er lífeindafræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni. Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði. Hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu tek...
Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?
Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?
Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímar...