Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 42 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?

Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?

Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru vörtur?

Vörtur eru aðallega þrenns konar. Í fyrsta lagi frauðvörtur sem eru algengastar meðal barna. Í öðru lagi vörtur á höndum og fótum, líka algengastar meðal barna og í þriðja lagi kynfæravörtur, sem eru að verða æ algengari sérstaklega í aldurshópnum 15-18 ára. Frauðvörtur Frauðvörtur orsakast af veiru (Mollus...

category-iconLæknisfræði

Hvað er klemmd taug og hverjar eru orsakirnar?

Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjarta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

category-iconLæknisfræði

Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra?

Moskítóflugur eru skordýr sem tilheyra ættinni Culicidae. Um 2.700 mismunandi tegundir moskítóflugna eru þekktar og þær finnast um nær allan heim. Moskítóflugur lifa hins vegar ekki á Íslandi þrátt fyrir að þrífast bæði á Grænlandi og á Norðurlöndunum. Þær eru álitnar mikil meindýr þar sem þær finnast en þær bíta ...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?

Einnig hefur verið spurt:Hvað er sjúkdómurinn gula? Hvernig smitast maður af honum? Gula (e. jaundice) dregur nafn sitt af því að húð, slímhúðir og augnhvíta verða gulleit. Strangt til tekið er gula ekki sjúkdómur heldur greinilegt merki um að sjúkdómur er að þróast. Gula stafar af hækkun á styrk gallrauða (e. ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er krabbamein í lungum meðhöndlað?

Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra (sjá svar við spurningunni Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?). Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

Fleiri niðurstöður