Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Einnig hefur verið spurt:
Hvað er sjúkdómurinn gula? Hvernig smitast maður af honum?

Gula (e. jaundice) dregur nafn sitt af því að húð, slímhúðir og augnhvíta verða gulleit. Strangt til tekið er gula ekki sjúkdómur heldur greinilegt merki um að sjúkdómur er að þróast. Gula stafar af hækkun á styrk gallrauða (e. bilirubin) í blóði (e. hyperbilirubinemia) og sést sem einkenni þegar blóðstyrkur gallrauða er kominn yfir 2,5 mg/dl. Til samanburðar er styrkur gallrauða í blóði oftast undir 1,2 mg/dl. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fullorðnir fá gulu og eru sumar þeirra alvarlegar og geta jafnvel reynst lífshættulegar.

Gallrauði er úrgangsefni sem líkaminn þarf að losna við (þveita). Hann er myndaður úr blóðrauða (e. hemoglobin), sameind í rauðkornum sem flytur súrefni um líkamann og gefur blóðinu lit sinn. Rauðkorn endast í um 120 daga og að þeim tíma loknum, eða fyrr ef þau verða fyrir skaða, eru frumuhimnur þeirra orðnar mjög viðkvæmar og slitna og rofna þá auðveldlega. Efni í umfrymi rauðkorna, þar á meðal blóðrauði, leka þá út í blóðið.

Átfrumur (e. phagocytes) í blóði sundra sameindinni í glóbínhluta (prótín úr amínósýrum) og hemhluta sem inniheldur járn. Hemhlutinn er ummyndaður í gallrauða sem berst svo til lifrar þar sem honum er breytt í vatnsleysanlegra form í galli sem er þveitt í gallblöðruna og geymt í henni þar til það er losað út í skeifugörnina, efsta hluta smáþarma. Gallsölt í galli taka þátt í fitumeltingu og berst gall síðan með fæðumaukinu niður eftir meltingarveginum þar sem gallrauði á þátt í að lita hægðir sem við losum okkur við um lokastöð meltingarvegarins, endaþarmsopið.

Einkenni gulu eru gulleit húð og augnhvíta.

Við gulu hefur orðið truflun á eðlilegum efnaskiptum eða þveiti gallrauða sem fer fram á mismunandi stigum á mismunandi stöðum. Því er þægilegt að flokka orsakir gulu á grundvelli þess hvar truflunin verður. Oftast er flokkað í orsakir sem verða:

  1. áður en gallrauða er seytt til lifrar (e. pre-hepatic)
  2. vegna truflana í lifur (e. hepatic)
  3. eftir að galli er seytt frá lifur (e. post-hepatic).

Þær orsakir gulu sem tilheyra fyrsta flokknum tengjast allar rauðkornarofi (e. hemolysis) þegar of mikil sundrun er á rauðkornum. Í kjölfarið verður óvenju mikið af gallrauða í blóðinu og ræður lifrin ekki við að umbreyta allri ofgnóttinni sem myndast. Meðal þess sem getur stuðlað að sjúklegu rauðkornarofi er:
  • malaría
  • arfgengir blóðsjúkdómar sem lýsa sér allir í óeðlilegri lögun rauðkorna sem endast óvenjustuttan tíma, svo sem sigðkornablóðleysi, hnattrauðkornakvilli (e. spherocytosis) og marblæði (e. thalassemia)
  • skortur á ensíminu glúkósa-6-fosfat dehýdrógenasa
  • lyf eða eiturefni
  • sjálfsofnæmissjúkdómar

Orsakir gulu sem stafa af truflunum á efnaskiptum eða þveiti gallrauða í lifur geta verið:
  • bráð eða þrálát lifrarbólga
  • skorpulifur
  • lyf eða eiturefni
  • Crigler-Najjar-heilkenni
  • sjálfsofnæmissjúkdómar
  • Gilbertheilkenni
  • lifrarkrabbamein

Í þriðja flokki eru truflanir sem orsakast eftir að gall berst frá lifur. Gulan stafar þá af hindrunum á eðlilegu flæði galls um gallkerfið og eru þær helstu:
  • gallsteinar
  • krabbamein í briskirtli, gallblöðru og gallgöngum
  • þrengingar í gallgöngum
  • gallblöðrubólga
  • brisbólga
  • sníkjudýr, til dæmis lifrarögður

Spurt var hvort hægt væri að smitast af gulu. Af öllum ofantöldum orsökum gulu mætti helst réttlæta það að kalla hana „smitandi“ ef hún stafar af smitsjúkdómi eða sníkjudýrum. Smitsjúkdómar koma oft fram sem bólgur og stafa af sýklum, oftast bakteríum eða veirum, sem geta borist milli manna, beint (til dæmis með líkamsvessum eða snertingu) eða óbeint (til dæmis með menguðum matvælum). En í flestum tilfellum er gula ekki smitandi.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

19.8.2016

Spyrjandi

Margrét Hjörleifsdóttir, Gunnar Gíslason, Alma Guðnadóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2016, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68633.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2016, 19. ágúst). Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68633

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2016. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68633>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?
Einnig hefur verið spurt:

Hvað er sjúkdómurinn gula? Hvernig smitast maður af honum?

Gula (e. jaundice) dregur nafn sitt af því að húð, slímhúðir og augnhvíta verða gulleit. Strangt til tekið er gula ekki sjúkdómur heldur greinilegt merki um að sjúkdómur er að þróast. Gula stafar af hækkun á styrk gallrauða (e. bilirubin) í blóði (e. hyperbilirubinemia) og sést sem einkenni þegar blóðstyrkur gallrauða er kominn yfir 2,5 mg/dl. Til samanburðar er styrkur gallrauða í blóði oftast undir 1,2 mg/dl. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fullorðnir fá gulu og eru sumar þeirra alvarlegar og geta jafnvel reynst lífshættulegar.

Gallrauði er úrgangsefni sem líkaminn þarf að losna við (þveita). Hann er myndaður úr blóðrauða (e. hemoglobin), sameind í rauðkornum sem flytur súrefni um líkamann og gefur blóðinu lit sinn. Rauðkorn endast í um 120 daga og að þeim tíma loknum, eða fyrr ef þau verða fyrir skaða, eru frumuhimnur þeirra orðnar mjög viðkvæmar og slitna og rofna þá auðveldlega. Efni í umfrymi rauðkorna, þar á meðal blóðrauði, leka þá út í blóðið.

Átfrumur (e. phagocytes) í blóði sundra sameindinni í glóbínhluta (prótín úr amínósýrum) og hemhluta sem inniheldur járn. Hemhlutinn er ummyndaður í gallrauða sem berst svo til lifrar þar sem honum er breytt í vatnsleysanlegra form í galli sem er þveitt í gallblöðruna og geymt í henni þar til það er losað út í skeifugörnina, efsta hluta smáþarma. Gallsölt í galli taka þátt í fitumeltingu og berst gall síðan með fæðumaukinu niður eftir meltingarveginum þar sem gallrauði á þátt í að lita hægðir sem við losum okkur við um lokastöð meltingarvegarins, endaþarmsopið.

Einkenni gulu eru gulleit húð og augnhvíta.

Við gulu hefur orðið truflun á eðlilegum efnaskiptum eða þveiti gallrauða sem fer fram á mismunandi stigum á mismunandi stöðum. Því er þægilegt að flokka orsakir gulu á grundvelli þess hvar truflunin verður. Oftast er flokkað í orsakir sem verða:

  1. áður en gallrauða er seytt til lifrar (e. pre-hepatic)
  2. vegna truflana í lifur (e. hepatic)
  3. eftir að galli er seytt frá lifur (e. post-hepatic).

Þær orsakir gulu sem tilheyra fyrsta flokknum tengjast allar rauðkornarofi (e. hemolysis) þegar of mikil sundrun er á rauðkornum. Í kjölfarið verður óvenju mikið af gallrauða í blóðinu og ræður lifrin ekki við að umbreyta allri ofgnóttinni sem myndast. Meðal þess sem getur stuðlað að sjúklegu rauðkornarofi er:
  • malaría
  • arfgengir blóðsjúkdómar sem lýsa sér allir í óeðlilegri lögun rauðkorna sem endast óvenjustuttan tíma, svo sem sigðkornablóðleysi, hnattrauðkornakvilli (e. spherocytosis) og marblæði (e. thalassemia)
  • skortur á ensíminu glúkósa-6-fosfat dehýdrógenasa
  • lyf eða eiturefni
  • sjálfsofnæmissjúkdómar

Orsakir gulu sem stafa af truflunum á efnaskiptum eða þveiti gallrauða í lifur geta verið:
  • bráð eða þrálát lifrarbólga
  • skorpulifur
  • lyf eða eiturefni
  • Crigler-Najjar-heilkenni
  • sjálfsofnæmissjúkdómar
  • Gilbertheilkenni
  • lifrarkrabbamein

Í þriðja flokki eru truflanir sem orsakast eftir að gall berst frá lifur. Gulan stafar þá af hindrunum á eðlilegu flæði galls um gallkerfið og eru þær helstu:
  • gallsteinar
  • krabbamein í briskirtli, gallblöðru og gallgöngum
  • þrengingar í gallgöngum
  • gallblöðrubólga
  • brisbólga
  • sníkjudýr, til dæmis lifrarögður

Spurt var hvort hægt væri að smitast af gulu. Af öllum ofantöldum orsökum gulu mætti helst réttlæta það að kalla hana „smitandi“ ef hún stafar af smitsjúkdómi eða sníkjudýrum. Smitsjúkdómar koma oft fram sem bólgur og stafa af sýklum, oftast bakteríum eða veirum, sem geta borist milli manna, beint (til dæmis með líkamsvessum eða snertingu) eða óbeint (til dæmis með menguðum matvælum). En í flestum tilfellum er gula ekki smitandi.

Heimildir:

...