Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 980 svör fundust
Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærsta...
Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?
Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...
Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?
Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?
Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...
Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?
Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öry...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?
Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...
Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?
Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bár...
Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?
Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...
Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...
Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...
Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?
Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn. Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er ...
Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-faraldursins í apríl 2020
Þegar fyrsta smitið af COVID-19-sjúkdómnum greindist á Íslandi föstudaginn 28. febrúar höfðu almannavarnir stjórnvalda skipulagt samhæfða aðgerðaráætlun til að hægja á útbreiðslu faraldursins hérlendis. Fyrst um sinn fólu aðgerðirnar í sér að einangra smitaða einstaklinga og setja þá sem sýndu einkenni eða höfðu v...